Við elskum allt sem tengist heilsu og hreyfingu svo við héldum fyrsta meistaramótið í Padel á Íslandi. Þar voru 32 lið skráð til leiks og hin ýmsu fyrirtæki styrktu mótið með veitingum og vinningum.
Á mótinu keppti landsliðsfólk í tennis auk bestu padel spilara landsins. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og sigurvegara í karlaflokki voru Anton Magnússon og Egill Sigurðsson og í kvennaflokki unnu Sofia Sóley Jónasdóttir og Diana Ivancheva. Padel sportið hefur verið að vaxa hratt síðustu ár og eru padel vellir til að mynda út um alla skandinavíu í verslunarmiðstöðvum og inn í hverfum.
Tennishöllin er með tvö velli og eru það einu padel vellir landsins. Það er í plönunum hjá þeim að byggja fleiri velli á næstunni og við erum spennt að halda fleiri Padel mót í komandi framtíð og ykkur er öllum boðið!
Comments